top of page

Um okkur

Statum var stofnað árið 2019 af hópi þriggja kvenna í tölvunarfræði. Þörfin fyrir betri lausn fyrir þolendur heimilis- og kynferðisofbeldis vakti athygli þeirra og þær voru staðráðnar að þær gætu gert eitthvað í málinu. Þær hafa unnið í nánu samstarfi við yfirvöld á Íslandi frá árinu 2019 að því að bæta þjónustu við þolendur ofbeldis með hjálp sýndarveruleika.  


​

About: About Us
About: Our Technology

Statum teymið

Meðstofnandi

BSc tölvunarfræði, aukapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík.  Edit elskar að hjóla og spila borðspil. Hún er með ofnæmi fyrir svo mörgu og því eru engar gulrætur leyfðar á skrifstofunni.  Hún hefur haft áhuga á frumkvöðlastarfi  frá því hún var 12 ára þegar hún tók þátt í einu sinni verkefni sem hét "Auður í krafti kvenna". Hún tók þátt í öllum nýsköpunarkeppnum og verkefnum sem hún fann og gerir enn.

Meðstofnandi

BSc tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hafdís er ástríðufull fótboltakona og finnst gaman að hjóla. Hún segir brandara eins og enginn sé morgundagurinn.  Hún  vildi ganga í lögregluna en ákvað að læra tölvunarfræði í staðinn og nýta tæknina til að hjálpa fólki.

Meðstofnandi

BSc sálfræði og BSc tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Draumur hennar þegar hún kláraði hið síðarnefnda var að  sameina þekkingu sína á fólki og tækni til að gera eitthvað sniðugt.  Helga elskar að lesa bækur, æfa jóga og fara á tónleika. Hún syngur og spilar á fiðlu.  Hún  hefur rólega nærveru og  heldur öllum á skrifstofunni á jörðinni.

About: Our Team
bottom of page